Framleiðandi: Kenvue

Livostin

SmPC

Livostin ofnæmislyf. Augndropar og nefúði. Verkar á 15 mínútum. Fæst í apótekum.

Skoða vöru í vefverslun Distica

Livostin augndropar

Livostin augndropar er andhistamín sem notað er við ofnæmisóþægindum eins og augnroða, þrota í augum, rennsli úr augum og augnkláða.

Livostin augndropar eru notaðir við ofnæmi af völdum frjókorna eða annarra loftborinna ofnæmisvalda frá t.d. gæludýrum, ryki eða myglu/sveppagróum. Livostin vinnur gegn ofnæmi með því að hindra áhrif histamíns. Það er histamín sem veldur roða, þrota, kláða og rennsli úr augum. Verkun Livostin hefst innan 15 mínútna.

Livostin nefúði

Livostin nefúði er andhistamín sem notað er við ofnæmisnefbólgu, sem einnig kallast nefslímubólga, en hún getur valdið nefstíflu, kláða og/eða nefrennsli. Livostin nefúði er notaður við ofnæmi af völdum frjókorna eða annarra loftborinna ofnæmisvalda frá t.d. gæludýrum, ryki eða myglu/sveppagróum.

Livostin nefúði hindrar áhrif histamíns í nefi. Histamín er efni sem losnar í vefjum líkamans í tengslum við ofnæmisviðbrögð og það getur t.d. valdið nefrennsli, nefstíflu og kláða í nefi. Verkun Livostin hefst innan 15 mínútna.

Hafðu samband

Jódís Brynjarsdóttir

Jódís Brynjarsdóttir

Viðskiptastjóri Klasi 3

Livostin (inniheldur levokabastin), nefúði, dreifa og augndropar, dreifa. Livostin er notað gegn ofnæmisnefbólgu og ofnæmistárubólgu. Nefúða skal úða í hvora nösina. Augndropa skal dreypa í hvort augað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi er McNeil Sweden AB.